Artist: 
Search: 
Reddit

Nydonsk - Tilvera lyrics

Horfi á hann sigla á brott.
Hverfa fram af jarðarbrún
Kannski kemur hann aftur í ljós
Reynir að sökkva sér djúpt ofaní mold
svo yfir hann breiðist fölgræn fold.
Lygnir aftur augum smá.
Skyldi hann rísa að nýju?
Skila okkur bestu kveðjum
frá himnahernum og sér.
Myndir þú skilja steindauðan mann
sem risinn er upp og ýmislegt kann
eftir heimsóknartíma á himnum?
Skyldi hann finna sig á ný
eftir himnaferðarfrí?
Það er vont að svara því.
Berin falla öll til jarðar.
Sum af lyngi blóm sín bera.
Önnur skrælna upp og deyja.
Tilvera
Kann að vera líf til eftir
þetta sem við lifum núna?
Jarðsettur er nú horfinn mér
heilagur andi sér ekki að sér
enda varla nokkur ástæða til
Svona er gangur mála góði.
Fólkið kemur fólkið fer.
Er kannski röðin komin að mér?
Berin falla öll til jarðar.
Sum af lyngi blóm sín bera.
Önnur skrælna upp og deyja.
Tilvera