Artist: 
Search: 
Reddit

Hjálmar - Á Tjörninni lyrics

Í tjörninni alls konar óþverri lifir
og endurnar líða nauð,
því herskari máfa hellist yfir
hjartagott fólk með brauð.

Seint verður þessum öndum auðið
að eignast stykki feitt,
Þær guggna svo fljótt á að gogga í brauðið
og geta ekki barist neitt.

En máfurinn verður montinn og digur
og mikill á allan veg,
þetta er alveg sanngjarn sigur
og samkeppnin heiðarleg.

Lífið er erfitt litlu peði
og leikbrögð þess einskis nýt,
endur sem bera ekki grimmd í geði
þær geta víst étið skít.